Innlent

Bless, bless... AGS!

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin og aðstoðarseðlabankastjóri kynnti árangurinn af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í dag. Mynd/ Stefán.
Ríkisstjórnin og aðstoðarseðlabankastjóri kynnti árangurinn af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í dag. Mynd/ Stefán.
Atvinnuleysi er enn hátt en minnkar hraðar en búist var við og hefur ekki verið lægra frá hruni, segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tilefni af því að samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er formlega lokið. Ríkisstjórnin segir að hið sama megi segja um kaupmátt launa sem sé nú að aukast á ný og hafi ekki verið meiri frá hruni.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að samstarf Íslands og AGS hafi vakið athygli fyrir árangur á meginsviðum. Efnahagslegur stöðugleiki hafi náðst. Fjármálakerfið hafi verið endurreist, ríkisfjármál aðlöguð að gjörbreyttum aðstæðum og endurnýjaður aðgangur ríkisins að alþjóðlegum mörkuðum staðfestur í velheppnuðu skuldabréfaútboði í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×