Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 08:49 Mynd af www.svfk.is Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum. Hér er frétt frá SVFK: Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það hefðu veiðst tveir laxar ásamt birtingi í ánni, það rétta er að það veiddist einn lax, 7 punda birtingur og tvær bleikjur ásamt smærri fiski. Bleikjurnar voru vænar eða 3,5 pund og 4 pund. Allir fiskarnir voru skráðir á veiðistað nr 15. Það var svo formaður félagsins Gunnar J. Óskarsson sem var staddur við ána á sunnudaginn (14.) og er skemmst frá því að segja að hann setti heldur betur í hann. Á tveimur tímum setti hann í fjórtán birtinga og landaði níu. Hina missti hann í löndun. Fiskarnir vóu frá 3-9 pundum og þá setti Gunnar einnig í enn stærri birting sem hann áætlaði 12-14 pund. Meira um sjóbirtingsveiðar af svæðum SVFK hér á linknum fyrir neðan:https://svfk.is/ Stangveiði Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Silungsveiði í Elliðaánum með ágætum Veiði
Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum. Hér er frétt frá SVFK: Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það hefðu veiðst tveir laxar ásamt birtingi í ánni, það rétta er að það veiddist einn lax, 7 punda birtingur og tvær bleikjur ásamt smærri fiski. Bleikjurnar voru vænar eða 3,5 pund og 4 pund. Allir fiskarnir voru skráðir á veiðistað nr 15. Það var svo formaður félagsins Gunnar J. Óskarsson sem var staddur við ána á sunnudaginn (14.) og er skemmst frá því að segja að hann setti heldur betur í hann. Á tveimur tímum setti hann í fjórtán birtinga og landaði níu. Hina missti hann í löndun. Fiskarnir vóu frá 3-9 pundum og þá setti Gunnar einnig í enn stærri birting sem hann áætlaði 12-14 pund. Meira um sjóbirtingsveiðar af svæðum SVFK hér á linknum fyrir neðan:https://svfk.is/
Stangveiði Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Silungsveiði í Elliðaánum með ágætum Veiði