Innlent

Mengunarslys við Örfirisey

Örfirirsey
Örfirirsey

Svartolía lak ofan í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey fyrir um klukkustund síðan. Varðstjóri slökkviliðsins segir allt að þrjú þúsund lítra af olíu gætu hafa lekið ofan í sjóinn, en ekki er vitað um nákvæmt magn.

Olían lak ofan í sjóinn úr skipi en ekki ljóst með hvaða hætti það æxlaðist. Slökkviliðið er með mikinn viðbúnað vegna lekans. Meðal annars fá fréttamenn ekki að fara inn á svæðið til þess að mynda aðstæður.

Slökkviliðið vinnur að því að setja upp flotgirðingar til þess að hefta útbreiðslu olíunnar sem gæti hugsanlega valdið nokkrum skaða. Þá er fylgst með veðri og vindum að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×