Handbolti

HM: Sex leikir í dag, tveir í beinni á Stöð 2 sport

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Thierry Omeyer markvörður Frakka er einn sá besti í faginu - kannski sá besti!
Thierry Omeyer markvörður Frakka er einn sá besti í faginu - kannski sá besti! Nordic Photos/Getty Images

Það fer að draga til tíðinda í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta og í dag fer fram næst síðasta umferðin í A og C riðli keppninnar. Alls eru sex leikir á dagskrá í dag og verða tveir leikir í „dauðariðlinum" eða A-riðli sýndir á Stöð 2 sport í dag.

Handboltaþátturinn Þorsteinn J og gestir hefst kl. 21 á Stöð 2 sport en hann er í opinn dagskrá.

Ítarlega fréttaskýringu um ganga mála í A-riðlinum má lesa á visir.is.

Dregur til tíðinda í dauðariðlinum

A-riðill

17:00 Bahrain - Túnis

17:15 Þýskaland - Frakkland

19:30 Spánn - Egyptaland

C-riðill:

17:00 Serbía - Króatía

19:15 Danmörk - Alsír

19:30 Ástralía - Rúmenía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×