Löggæzlan gæti vel að lögunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. september 2011 06:00 Ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlustofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti. Þar kemur fram að löggæzlustofnanir hafi án útboðs keypt búnað fyrir háar fjárhæðir af fyrirtækjum í eigu starfandi lögreglumanna eða náinna ættingja þeirra. Í ýmsum tilvikum telur Ríkisendurskoðun að legið hafi í augum uppi að viðskiptin væru útboðsskyld. Í einu tilviki, þar sem um var að ræða kaup á piparúða og óeirðagasi, fellst stofnunin á þá skýringu Ríkislögreglustjórans að aðeins einn aðili á Íslandi hafi haft slíka vöru í boði á þeim tíma. Framkvæmdastjóri keppinautar fyrirtækisins sem í hlut átti ber hins vegar brigður á skýringarnar í Fréttablaðinu í dag og segist líkast til hafa getað útvegað vöruna ef til hans hefði verið leitað. Í öðrum tilvikum telur Ríkisendurskoðun að klárlega hefði átt að bjóða viðskiptin út. Margt stingur í augu í skýrslu stofnunarinnar, til dæmis að Lögregluskólinn hafi án útboðs keypt sams konar búnað og Ríkislögreglustjóri hafði keypt skömmu áður, en borgað 30% hærra verð fyrir. Ríkislögreglustjóraembættið bendir á að sum innkaupin sem um ræðir hafi verið vegna þess neyðarástands sem skapaðist vegna efnahagshrunsins. Þá sé markaðurinn fyrir lögreglubúnað á Íslandi agnarsmár og flest fyrirtækin sem á honum starfa tengd fyrrverandi eða núverandi lögreglumönnum. Það er ekkert við það að athuga að menn sem hættir eru störfum í lögreglunni nýti reynslu sína í þeim bransa. En það orkar tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að starfandi lögreglumenn eigi eða starfi hjá fyrirtækjum sem selja lögreglunni búnað, og það án útboðs. Ríkisendurskoðun segir innanríkisráðuneytið verða að taka afstöðu til þess hvort slíkt samræmist störfum lögreglumanna. Liggur ekki í augum uppi að það gerir það hreint ekki? Það getur heldur ekki gengið að embætti ríkislögreglustjórans mælist sérstaklega til þess við önnur lögregluembætti að þau beini viðskiptum sínum til fyrirtækja sem þannig háttar til um, eins og fram kemur í ábendingunni. Varðandi hin rökin, að um viðbrögð við neyðarástandi hafi verið að ræða, er auðvitað rétt að í störfum lögreglunnar getur slíkt ástand komið upp. Þeim mun meiri ástæða er þá til að búa þannig um hnúta að komi slíkar aðstæður upp eigi lögreglan fleiri kosti en að verzla við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða ættingja þeirra. Það ástand sem lýst er í ábendingu Ríkisendurskoðunar býður heim ásökunum um frændhygli, sem er ein tegund af spillingu. Löggæzlustofnanir – sem samkvæmt orðanna hljóðan hafa það hlutverk að gæta þess að lögum sé fylgt – verða að vera hafnar yfir allan grun um slíkt og fylgja lögum um opinber útboð í einu og öllu. Ríkislögreglustjórinn og innanríkisráðherra eiga að beita sér fyrir því að öllum vafa sé eytt í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ábending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlustofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti. Þar kemur fram að löggæzlustofnanir hafi án útboðs keypt búnað fyrir háar fjárhæðir af fyrirtækjum í eigu starfandi lögreglumanna eða náinna ættingja þeirra. Í ýmsum tilvikum telur Ríkisendurskoðun að legið hafi í augum uppi að viðskiptin væru útboðsskyld. Í einu tilviki, þar sem um var að ræða kaup á piparúða og óeirðagasi, fellst stofnunin á þá skýringu Ríkislögreglustjórans að aðeins einn aðili á Íslandi hafi haft slíka vöru í boði á þeim tíma. Framkvæmdastjóri keppinautar fyrirtækisins sem í hlut átti ber hins vegar brigður á skýringarnar í Fréttablaðinu í dag og segist líkast til hafa getað útvegað vöruna ef til hans hefði verið leitað. Í öðrum tilvikum telur Ríkisendurskoðun að klárlega hefði átt að bjóða viðskiptin út. Margt stingur í augu í skýrslu stofnunarinnar, til dæmis að Lögregluskólinn hafi án útboðs keypt sams konar búnað og Ríkislögreglustjóri hafði keypt skömmu áður, en borgað 30% hærra verð fyrir. Ríkislögreglustjóraembættið bendir á að sum innkaupin sem um ræðir hafi verið vegna þess neyðarástands sem skapaðist vegna efnahagshrunsins. Þá sé markaðurinn fyrir lögreglubúnað á Íslandi agnarsmár og flest fyrirtækin sem á honum starfa tengd fyrrverandi eða núverandi lögreglumönnum. Það er ekkert við það að athuga að menn sem hættir eru störfum í lögreglunni nýti reynslu sína í þeim bransa. En það orkar tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að starfandi lögreglumenn eigi eða starfi hjá fyrirtækjum sem selja lögreglunni búnað, og það án útboðs. Ríkisendurskoðun segir innanríkisráðuneytið verða að taka afstöðu til þess hvort slíkt samræmist störfum lögreglumanna. Liggur ekki í augum uppi að það gerir það hreint ekki? Það getur heldur ekki gengið að embætti ríkislögreglustjórans mælist sérstaklega til þess við önnur lögregluembætti að þau beini viðskiptum sínum til fyrirtækja sem þannig háttar til um, eins og fram kemur í ábendingunni. Varðandi hin rökin, að um viðbrögð við neyðarástandi hafi verið að ræða, er auðvitað rétt að í störfum lögreglunnar getur slíkt ástand komið upp. Þeim mun meiri ástæða er þá til að búa þannig um hnúta að komi slíkar aðstæður upp eigi lögreglan fleiri kosti en að verzla við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða ættingja þeirra. Það ástand sem lýst er í ábendingu Ríkisendurskoðunar býður heim ásökunum um frændhygli, sem er ein tegund af spillingu. Löggæzlustofnanir – sem samkvæmt orðanna hljóðan hafa það hlutverk að gæta þess að lögum sé fylgt – verða að vera hafnar yfir allan grun um slíkt og fylgja lögum um opinber útboð í einu og öllu. Ríkislögreglustjórinn og innanríkisráðherra eiga að beita sér fyrir því að öllum vafa sé eytt í þessu efni.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun