Jól

Sálmur 82 - Heims um ból

Sveinbjörn Egilsson Franz Gruber 1818 - Sb. 1871 HEIMS um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind meinvill í myrkrunum lá. Meinvill í myrkrunum lá. Heimi í hátíð er ný, himneskt ljós lýsir ský, liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims, konungur lífs vors og ljóss. Konungur lífs vors og ljóss. Heyra má himnum í frá englasöng: "Allelújá". Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Samastað syninum hjá.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.