Erlent

Vélmenni rugga börnum í svefn á dönskum dagvistarheimilum

Fimm dagvistarheimili ungbarna í Skanderborg og Silkeborg í Danmörku nota nú vélmenni til að rugga börnunum í svefn. Vélmennin voru þróuð og smíðuð hjá tölvu- og tæknideildinni í Skanderborg.

Markmiðið með notkun vélmennanna er að dagmæðurnar á þessum heimilum hafi rýmri tíma til að sinna öðrum verkefnum en að jafnaði tekur hálfan eða heilan tíma að rugga hverju barni í svefn.

Vélmennin spari því starfskrafta og gætu verið ein leið sveitarstjórna í Danmörku að spara á erfiðum tímum, að því er segir í frétt Politeken um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×