Ævintýri við erfiðar aðstæður 14. september 2011 20:20 Mynd af www.svfr.is Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum. Að sögn Árna Péturs Hilmarssonar hefur verið vetrarveður fyrir norðan og frost verið nokkuð að nóttu til. Um hádegisbil í dag tók hins vegar að hlýna og útlit er fyrir góðar aðstæður það sem eftir lifir vertíðar í Aðaldalnum ef langtímaspár rætast. Veitt er til 20. september í Nesi, og því gæti síðasta vikan orðið mjög góð. Þó má ekki skilja sem svo að ördeyða hafi verið nyrðra. Venju samkvæmt hafa heppnir veiðimenn sett í draumalaxinn og sumir jafnvel verið svo lánsamir að landa þeim! Síðustu fjóra daga hafa fimm laxar frá 21-25 pund veiðst á Nesveiðum, í bland við smærri laxa. Þrjá þeirra má sjá hér að neðan, en á efstu myndinni má sjá 12.5 kg lax sem veiddist í Sandeyrarpolli fyrir fjórum dögum. Var sá lax búinn að stríða veiðimönnum dagana á undan. Á næstu mynd fyrir neðan (t.v) þá má sjá veiðimann með 11 kg lax úr Grástraumi og loks á neðstu myndinni (t.h) 11.5 kg lax úr Neðri-Grástraumi sem veiddist í morgun. Að auki veiddust tveir í þessum stærðarflokki á Knútsstaðatúni og Hólmavaðsstíflu. Allir laxarnir fóru í háfa til vigtunar. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum. Að sögn Árna Péturs Hilmarssonar hefur verið vetrarveður fyrir norðan og frost verið nokkuð að nóttu til. Um hádegisbil í dag tók hins vegar að hlýna og útlit er fyrir góðar aðstæður það sem eftir lifir vertíðar í Aðaldalnum ef langtímaspár rætast. Veitt er til 20. september í Nesi, og því gæti síðasta vikan orðið mjög góð. Þó má ekki skilja sem svo að ördeyða hafi verið nyrðra. Venju samkvæmt hafa heppnir veiðimenn sett í draumalaxinn og sumir jafnvel verið svo lánsamir að landa þeim! Síðustu fjóra daga hafa fimm laxar frá 21-25 pund veiðst á Nesveiðum, í bland við smærri laxa. Þrjá þeirra má sjá hér að neðan, en á efstu myndinni má sjá 12.5 kg lax sem veiddist í Sandeyrarpolli fyrir fjórum dögum. Var sá lax búinn að stríða veiðimönnum dagana á undan. Á næstu mynd fyrir neðan (t.v) þá má sjá veiðimann með 11 kg lax úr Grástraumi og loks á neðstu myndinni (t.h) 11.5 kg lax úr Neðri-Grástraumi sem veiddist í morgun. Að auki veiddust tveir í þessum stærðarflokki á Knútsstaðatúni og Hólmavaðsstíflu. Allir laxarnir fóru í háfa til vigtunar.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði