Jól

Fróðlegar föndurbækur

Áhugafólk um föndur getur aldeilis glaðst í ár, tvær nýjar bækur eru komnar út sem ættu að nýtast öllum sem hafa áhuga á að föndra og gera skemmtilega hluti sjálfir. Bókin Jólaföndur kennir hvernig á að búa til aðventukransa, jólakort, jólakransa, piparkökur, jólahjörtu, engla, jólasokka, jólatrésskraut, gjafainnpökkun að ógleymdum uppskriftum að ilmandi jólabakstri. Aðferðirnar eru margs konar og við allra hæfi. Allt er ítarlega útskýrt þannig að mestu klaufabárðar ættu að geta fylgt leiðbeiningunum. Bókin Innpökkun bendi svo á sniðugar leiðir til að pakka flottum pökkum inn, jólapökkum en líka pökkum til gjafa allan ársins hring.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.