Góð veiði á Jöklusvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2011 16:18 94 sm lax úr Fögruhlíðará Mynd frá Strengjum Góð veiði hefur verið á Jöklusvæðinu undanfarna daga og eru komnir yfir 100 laxar á land. Meira vatn hefur verið í ánum heldur en á sama tíma og í fyrra ásamt því að fiskgengd hefur verið meiri. Mikið hefur verið af tveggja ára laxi í Jöklu en líka í hliðaránum. Sem dæmi um þetta kom einn 94 cm hængur upp úr Fögruhlíðará um daginn og fleiri í þessum stærðarflokk hafa sést í henni ásamt því að stórir laxar hafa verið á sveimi í Kaldá og Jöklu. Jökla fór snemma í yfirfall í fyrra en vatnsstaðan núna bendir ekki til annars en að áin haldist góð fram í september. Síðsumarið er spennandi tími þarna á þessu svæði því þá er sjóbleikjan líka komin í árnar og hún getur verið sérlega væn á þessu svæði. Stangveiði Mest lesið Öflugar haustflugur í laxinn Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Góð veiði hefur verið á Jöklusvæðinu undanfarna daga og eru komnir yfir 100 laxar á land. Meira vatn hefur verið í ánum heldur en á sama tíma og í fyrra ásamt því að fiskgengd hefur verið meiri. Mikið hefur verið af tveggja ára laxi í Jöklu en líka í hliðaránum. Sem dæmi um þetta kom einn 94 cm hængur upp úr Fögruhlíðará um daginn og fleiri í þessum stærðarflokk hafa sést í henni ásamt því að stórir laxar hafa verið á sveimi í Kaldá og Jöklu. Jökla fór snemma í yfirfall í fyrra en vatnsstaðan núna bendir ekki til annars en að áin haldist góð fram í september. Síðsumarið er spennandi tími þarna á þessu svæði því þá er sjóbleikjan líka komin í árnar og hún getur verið sérlega væn á þessu svæði.
Stangveiði Mest lesið Öflugar haustflugur í laxinn Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði