40 laxar komnir úr Andakílsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2011 16:14 Mynd af www.svfr.is Um 40 laxar hafa veiðst í Andakílsá í sumar. Aðstæður hafa verið góðar en veiðin miklu minni en undanfarin ár. Síðustu sumur hefur verið ákaflega góð veiði í Andakílnum, og veiðin langt yfir öllum meðaltalstölum. En nú er Andakílsá líkt og þeir þekkja hana sem veiddu í kílnum fyrir undanfarin metsumur. Ósanngjarnt er að bera stöðuna nú saman við síðastliðið sumar en þá veiddust 332 laxar í Andakílsá sem var þriðja mesta veiði sl. 37 ára. Undanfarin ár hafa veiðitölur verið mjög háar sem gera hana að einni aflahæstu laxveiðiá landsins sé litið til afla á hverja dagsstöng. Komandi vikur eru besti tími árinnar og fékk síðasta tveggja daga holl níu laxa. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Líflegt í Vatnamótunum Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði
Um 40 laxar hafa veiðst í Andakílsá í sumar. Aðstæður hafa verið góðar en veiðin miklu minni en undanfarin ár. Síðustu sumur hefur verið ákaflega góð veiði í Andakílnum, og veiðin langt yfir öllum meðaltalstölum. En nú er Andakílsá líkt og þeir þekkja hana sem veiddu í kílnum fyrir undanfarin metsumur. Ósanngjarnt er að bera stöðuna nú saman við síðastliðið sumar en þá veiddust 332 laxar í Andakílsá sem var þriðja mesta veiði sl. 37 ára. Undanfarin ár hafa veiðitölur verið mjög háar sem gera hana að einni aflahæstu laxveiðiá landsins sé litið til afla á hverja dagsstöng. Komandi vikur eru besti tími árinnar og fékk síðasta tveggja daga holl níu laxa. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Líflegt í Vatnamótunum Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði