Innlent

Aino Freyja Jarvela ráðin forstöðumaður Salarins

Aino Freyja Jarvela.
Aino Freyja Jarvela.

Stjórn Salarins, tónlistarhúss Kópavogs, hefur ráðið Aino Freyju Jarvela sem forstöðumann Salarins. Hún hefur störf nú í janúar.

Starfið var auglýst laust til umsóknar í september og bárust 54 umsóknir bárust en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

Aino Freyja tekur við starfinu af Elísabetu Sveinsdóttur sem gegnt hefur starfi forstöðumanns Salarins í rúmt ár.

Aino Freyja er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, BA-gráðu í leiklist frá Bretlandi og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Hún hefur verið sjálfstætt starfandi framkvæmdastjóri við ýmsa menningarviðburði og séð um kynningarmál þeim tengdum. Hún var um árabil framkvæmdastjóri Dansleikhúss með ekka og var einn af stofnendum þess. Þá var hún formaður sjálfstæðu leikhúsanna (SL) í nokkur ár," segir ennfremur.

Hlutverk hennar hjá Salnum verður m.a. að sjá um rekstur hans og bera ábyrgð á kynningar- og markaðsmálum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×