Handbolti

Veðbankar fyrir HM í Svíþjóð: Spá Íslandi í hópi átta efstu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki.
Íslensku strákarnir fagna hér bronsinu á EM í Austurríki. Mynd/Diener
Aðeins tíu dagar eru þar til HM í handbolta hefst í Svíþjóð og veðbankar úti í heimi hafa opnað fyrir veðmál um árangur þjóða í keppninni.

Veðbankarnir eru nokkuð sammála um að Frakkar verji heimsmeistaratitilinn sinn, Spánn, Króatía og Danmörk komist ásamt þeim í undanúrslitin og að íslenska landsliðið verði með þeim átta efstu.

William Hill segir líkurnar vera 1 á móti 30 að strákarnir okkar verði heimsmeistarar, á betsson.com eru líkurnar 1 á móti 35 og hjá Paddy Power eru líkurnar 1 á móti 17.

Íslenska liðið er alls staðar sett í 8. sætið en fyrir ofan okkar menn eru síðan Svíar, Pólverjar og Þjóðverjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×