Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2011 09:37 Mynd af www.strengir.is Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Síðasta holl í Tungulæk fékk 21 sjóbirting á tveim dögum og upp í 84 cm bolta stærst. En það sem var merkilegast var að nokkrir þeirra fengust á þurrflugu og hefur það verið heldur betur fjör að ná honum þannig. Þða eru lausar 2-3 stangir í lokahollinu 26-29 september í Breiðdalsá, og einnig töluvert á Jöklusvæðinu til loka september. Tungulækur hefur lausa daga á bilinu 2-5 október og að lokum 15-20 október er veiði lýkur þar. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Sumarblað Veiðimannsins komið út Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði
Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Síðasta holl í Tungulæk fékk 21 sjóbirting á tveim dögum og upp í 84 cm bolta stærst. En það sem var merkilegast var að nokkrir þeirra fengust á þurrflugu og hefur það verið heldur betur fjör að ná honum þannig. Þða eru lausar 2-3 stangir í lokahollinu 26-29 september í Breiðdalsá, og einnig töluvert á Jöklusvæðinu til loka september. Tungulækur hefur lausa daga á bilinu 2-5 október og að lokum 15-20 október er veiði lýkur þar. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Sumarblað Veiðimannsins komið út Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði