Ólíku saman að jafna í Dölunum Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2011 09:31 Mynd af www.svfr.is Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum. Fáskrúð virðist vera líkt og flestar Dalaárnar í slöku meðallagi, eða einfaldlega í meðaltalstölum. Sem dæmi er meðalveiði í Fáskrúð um 240 laxar sl. þrjá áratugi. Eftir því sem við komumst næst er hið sama upp á teningnum í Haukadalsá í Dölum, ágætlega mikið af laxi en áin eins og flestar á þessum slóðum, hefur liðið fyrir vatnsþurrð í sumar. Ástandið í Laxá í Dölum er hins vegar ekki gott. Þar standa veiðitölur á hádegi í dag í 509 löxum og stefnir að öllu óbreyttu í verstu lokatölu árinnar síðan 1980, eða í rúma þrjá áratugi. Það sumar veiddust aðeins 324 laxar í Laxá , og reyndar voru árin þar í kring mjög léleg. Í seinni tíð hefur áin farið neðst í veiðitölum árið 2000 þegar að 600 laxar veiddust. Ljóst má vera að lokatala nú verður undir 550 löxum enda aðeins nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði
Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum. Fáskrúð virðist vera líkt og flestar Dalaárnar í slöku meðallagi, eða einfaldlega í meðaltalstölum. Sem dæmi er meðalveiði í Fáskrúð um 240 laxar sl. þrjá áratugi. Eftir því sem við komumst næst er hið sama upp á teningnum í Haukadalsá í Dölum, ágætlega mikið af laxi en áin eins og flestar á þessum slóðum, hefur liðið fyrir vatnsþurrð í sumar. Ástandið í Laxá í Dölum er hins vegar ekki gott. Þar standa veiðitölur á hádegi í dag í 509 löxum og stefnir að öllu óbreyttu í verstu lokatölu árinnar síðan 1980, eða í rúma þrjá áratugi. Það sumar veiddust aðeins 324 laxar í Laxá , og reyndar voru árin þar í kring mjög léleg. Í seinni tíð hefur áin farið neðst í veiðitölum árið 2000 þegar að 600 laxar veiddust. Ljóst má vera að lokatala nú verður undir 550 löxum enda aðeins nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði