Misskipt veðurguða gæðum Af Vötn og Veiði skrifar 23. september 2011 09:33 Eðvarð Eyfjörð Axelsson með Maríulaxinn, úr Verpinu í Álftá Mynd: Jón Eyfjörð af www.votnogveidi.is Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Hvað ætli sé lengi keyrt milli Álftár og Straumfjarðarár? Varla er það meira en 15-20 mínútur og víst var veðurhamur víða mikill og sums staðar mikil rigning samhliða. Þegar ekið var vestur Mýrarnar á mánudagsmorgni, eftir veðurhvellinn, mátti sjá að það var sami ræfildómurinn á vatnsbúskap Langár, Urriðaár og Álftár og hafði verið lengi, en þegar vestar dró stóð heima að staðan var allt önnur og breytt frá því sem verið hafði. Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará voru allar hinar veiðilegustu og hafði hækkað nokkuð í þeim. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4035 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði
Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Hvað ætli sé lengi keyrt milli Álftár og Straumfjarðarár? Varla er það meira en 15-20 mínútur og víst var veðurhamur víða mikill og sums staðar mikil rigning samhliða. Þegar ekið var vestur Mýrarnar á mánudagsmorgni, eftir veðurhvellinn, mátti sjá að það var sami ræfildómurinn á vatnsbúskap Langár, Urriðaár og Álftár og hafði verið lengi, en þegar vestar dró stóð heima að staðan var allt önnur og breytt frá því sem verið hafði. Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará voru allar hinar veiðilegustu og hafði hækkað nokkuð í þeim. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4035 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði