Viðskipti innlent

Félagsmálanefnd fundar um óverðtryggð íbúðalán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar.
Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis funda í dag um heimild til handa Íbúðalánasjóði að veita óverðtryggð lán. Frumvarp um breytingar á húsnæðislögum var til umfjöllunar síðastliðinn vetur í nefndinni en ekki afgreitt. Fundurinn í dag er haldinn að frumkvæði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Safmylkingarinnar. Sigríður segist telja það vera mikilvægt að félags- og tryggingamálanefnd afgreiði 2. og 3. grein frumvarpsins nú í haust sem fjalli um óverðtryggð lán enda sé mikilvægt að heimilum bjóðist valkostur við verðtryggð lán hjá sjóðnum sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×