Handbolti

Christiansen: Höfum mikið sjálfstraust

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Nordic Photos / AFP
Danski hornamaðurinn var mjög brattur er Vísir hitti hann í dag. Leikmaðurinn er fullur sjálfstrausts fyrir undanúrslitaleikinn gegn Spánverjum.

"Okkur líður mjög vel og okkur mun líða vel er leikurinn byrjar því við höfum verið að spila vel og unnið alla okkar leiki," sagði Christiansen.

"Vörnin hefur verið sterk og sóknarleikurinn góður. Sjálfstraustið er mikið. Við vitum samt að þetta verður ekki auðveldur leikur. Við sáum leik Íslands og Spánar þar sem styrkleiki liðsins kom í ljós. Við verðum að taka þetta verkefni mjög alvarlega.

"Við erum að sjálfsögðu svekktir að geta ekki spilað í Malmö þar sem við fengum 9.000 Dana. Við þurfum því að fara til Kristianstad í einn dag, vinna þann leik og koma svo aftur til Malmö," sagði Christiansen kokhraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×