Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2011 15:37 Eva María með fallegan lax úr Langá Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott. „Vatnsmiðlunin er ennþá full þannig að við erum með nóg vatn næstu sex vikurnar þótt það komi ekki dropi úr lofti,” segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið í dag sem segir ár Vestanlands vera fullar af laxi. Það veit á gott en þess má geta að Norðurá var eftir morgunvaktina í gær komin í 1.040 laxa og var síðasta sex daga holl með 288 laxa að sögn Jóns G. Baldvinssonar staðarhaldara í samtali við Morgunblaðið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði
Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott. „Vatnsmiðlunin er ennþá full þannig að við erum með nóg vatn næstu sex vikurnar þótt það komi ekki dropi úr lofti,” segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið í dag sem segir ár Vestanlands vera fullar af laxi. Það veit á gott en þess má geta að Norðurá var eftir morgunvaktina í gær komin í 1.040 laxa og var síðasta sex daga holl með 288 laxa að sögn Jóns G. Baldvinssonar staðarhaldara í samtali við Morgunblaðið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði