Góð gæsaveiði síðustu daga Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2011 14:55 Heiðagæsin virðist að mestu vera farin af landinu þetta haustið Mynd af www.ust.is Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali. Mjög lítið sést af heiðagæs enda er hún líklega í flestum tilfellum farin af landinu, en við höfum líka fengið fréttir að mikið hefur sést til helsingja í sveitunum við Hornafjörð og eru margar skyttur á leiðinni þangað þessa helgina af þeim sökum. Þrátt fyrir einhver afföll í varpinu í vor virðist vera mikið af grágæs og einnig virðist sem blesgæsin sé að jafna sig eftir nokkur mögur ár. Hún er ennþá friðuð og eru veiðimenn beðnir um að gæta þess þegar skotið er á gæs að láta hópana eiga sig ef það er blesgæs. Hún þekkist vel frá grágæs þegar hún lætur heyra í sér því hljóðið í henni er hvellt og stutt. Svo styttist í rjúpnaveiðina! Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali. Mjög lítið sést af heiðagæs enda er hún líklega í flestum tilfellum farin af landinu, en við höfum líka fengið fréttir að mikið hefur sést til helsingja í sveitunum við Hornafjörð og eru margar skyttur á leiðinni þangað þessa helgina af þeim sökum. Þrátt fyrir einhver afföll í varpinu í vor virðist vera mikið af grágæs og einnig virðist sem blesgæsin sé að jafna sig eftir nokkur mögur ár. Hún er ennþá friðuð og eru veiðimenn beðnir um að gæta þess þegar skotið er á gæs að láta hópana eiga sig ef það er blesgæs. Hún þekkist vel frá grágæs þegar hún lætur heyra í sér því hljóðið í henni er hvellt og stutt. Svo styttist í rjúpnaveiðina!
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði