Landsliðið okkar lítur mjög vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2011 08:00 Björgvin Páll Gústavsson átti flottan leik í gær og fagnar hér ásamt nýkrýndum íþróttamanni ársins, Alexander Peterssyni. Fréttablaðið/Anton Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta með frábærum sigri á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í gær. Liðið er komið í rétta gírinn sem eru frábærar fréttir enda vika í HM. Það mátti sjá aftur geðveikina í vörninni sem strákarnir hafa farið svo langt á undanfarin misseri og þá reif Björgvin Páll Gústavsson sig upp og sýndi hversu megnugur hann er í markinu. Ingimundur Ingimundarson og Sverre Jakobsson áttu báðir flottan leik í miðri vörninni. Ingimundur kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að skora þrjú glæsileg hraðaupphlaupsmörk. Íslenska liðið var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð þriggja marka forskoti. Liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn frábærlega og náði um tíma fjögurra marka forskoti. Þjóðverjar nýttu sér einbeitingarleysi um miðjan hálfleikinn og komu muninum niður í eitt mark en íslenska liðið gaf þá aftur í og tryggði sér öruggan sigur. „Vörnin var hrikalega öflug og það var mikill munur á henni og í síðustu landsleikjum. Við erum að berjast eins og ljón og lítum vel út varnarlega séð," sagði Björgvin Páll. „Það var gott fyrir mig persónulega að það gekk vel í kvöld því ég átti ekki frábæran leik um daginn. Ég er mjög sáttur með minn leik í dag," sagði Björgvin sem varði 17 skot í leiknum. „Þetta lítur mjög vel út og hver sigur styrkir okkar sjálfstraust sem lið. Ég var sáttur við vörnina sem var grimm og gekk mjög vel. Það var góð hjálparvörn og lítið um taktísk mistök. Björgvin varði einhverja 15 til 20 bolta og ef við fáum einhverja fimmtán bolta frá honum í þessari keppni þá er ég sáttur," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sem var markahæstur með sex mörk. Aron Pálmarsson stimplaði sig líka inn og lék stórt hlutverk bæði í sókn og vörn. Seinni leikur þjóðanna verður í Laugardalshöllinni klukkan 17.00 í kvöld og það verður síðasti leikurinn fyrir HM í Svíþjóð og kjörið tækifæri fyrir íslensku þjóðina að sýna sinn stuðning í verki með því að troðfylla Höllina. Liðið sýndi það í gær að það á ekkert annað skilið. Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta með frábærum sigri á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í gær. Liðið er komið í rétta gírinn sem eru frábærar fréttir enda vika í HM. Það mátti sjá aftur geðveikina í vörninni sem strákarnir hafa farið svo langt á undanfarin misseri og þá reif Björgvin Páll Gústavsson sig upp og sýndi hversu megnugur hann er í markinu. Ingimundur Ingimundarson og Sverre Jakobsson áttu báðir flottan leik í miðri vörninni. Ingimundur kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að skora þrjú glæsileg hraðaupphlaupsmörk. Íslenska liðið var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð þriggja marka forskoti. Liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn frábærlega og náði um tíma fjögurra marka forskoti. Þjóðverjar nýttu sér einbeitingarleysi um miðjan hálfleikinn og komu muninum niður í eitt mark en íslenska liðið gaf þá aftur í og tryggði sér öruggan sigur. „Vörnin var hrikalega öflug og það var mikill munur á henni og í síðustu landsleikjum. Við erum að berjast eins og ljón og lítum vel út varnarlega séð," sagði Björgvin Páll. „Það var gott fyrir mig persónulega að það gekk vel í kvöld því ég átti ekki frábæran leik um daginn. Ég er mjög sáttur með minn leik í dag," sagði Björgvin sem varði 17 skot í leiknum. „Þetta lítur mjög vel út og hver sigur styrkir okkar sjálfstraust sem lið. Ég var sáttur við vörnina sem var grimm og gekk mjög vel. Það var góð hjálparvörn og lítið um taktísk mistök. Björgvin varði einhverja 15 til 20 bolta og ef við fáum einhverja fimmtán bolta frá honum í þessari keppni þá er ég sáttur," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sem var markahæstur með sex mörk. Aron Pálmarsson stimplaði sig líka inn og lék stórt hlutverk bæði í sókn og vörn. Seinni leikur þjóðanna verður í Laugardalshöllinni klukkan 17.00 í kvöld og það verður síðasti leikurinn fyrir HM í Svíþjóð og kjörið tækifæri fyrir íslensku þjóðina að sýna sinn stuðning í verki með því að troðfylla Höllina. Liðið sýndi það í gær að það á ekkert annað skilið.
Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira