Handbolti

Sænska liðið tekið af lífi í fjölmiðlum

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Fyrirsagnir sænsku blaðanna í dag. Mynd/Valli
Fyrirsagnir sænsku blaðanna í dag. Mynd/Valli

Óvæntustu úrslit HM til þessa komu í gær þegar Argentína gerði sér lítið fyrir og skellti Svíum með fimm marka mun.

Miklar væntingar eru gerðar til heimamanna á þessu móti og úrslitin voru því sænsku þjóðinni mikið áfall.

Sænskir fjölmiðlamenn fóru engum vettlingatökum um sænska liðið í dag og var meðal annars fullyrt að þetta væru verstu úrslit í sögu sænska handboltans.

Heimamenn eru því komnir með bakið upp við vegg og verður áhugavert að sjá hvernig þeir bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×