Innlent

Bjarni vill leggja Bankasýslu ríkisins niður

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir á Facebook-síðu sinni, að Bankasýsla ríkisins sé óþörf stofnun með öllu.

„Hana átti aldrei að stofna heldur vista verkefnin í fjármálaráðuneytinu," skrifar Bjarni um sýsluna og bætir við að fjármálaráðherrann skipi hvort eð er alla stjórnarmenn hennar.

„Í hvert sinn sem eitthvað kemur upp varðandi málefni stofnunarinnar er ráðherrann krafinn svara," skrifar Bjarni og bætir við: „Ríkið fer með meirihluta í einum banka og yfir honum er stjórn. Leggjum þessa stofnun niður."

Bankasýsla ríkisins, og fjármálaráðherra, hafa legið undir ámæli eftir að Páll Magnússon var ráðinn forstjóri stofnunarinnar. Ráðningin þótti umdeild þar sem Páll er Framsóknarmaður og var nátengdur fyrrverandi ráðherrum Framsóknarflokksins. Þá var einnig deilt hart á menntun Páls, sem er guðfræðingur og stjórnsýslufræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×