Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2011 12:59 Svalbarðsá í Þistilfirði Myndaf www.hreggnasi.is Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa segir að nú hafi veiðst tæplega 30 laxar í Korpu en veiði hófst í ánni 23. júní sl. Það verður að teljast góður árangur í vertíðarbyrjun en veitt er á tvær stangir. Veiði hófst í Svalbarðsá sl. föstudag. Vanir menn, sem verið hafa í opnun árinnar í meira en áratug, voru við veiðar. Þegar þeir hættu á hádegi í dag höfðu fengist 11 laxar og var það allt stórlax. Aðstæður voru með erfiðara móti en mikið vatn er í ánni. Að sögn Jóns Þórs hefur veiðin í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu verið fremur róleg en áberandi batamerki hafa þó verið á veiðinni sl. tvo daga. Stærsti straumur er á morgun og menn vona að það muni skila sér í góðum laxagöngum í árnar. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa Stangveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði
Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa segir að nú hafi veiðst tæplega 30 laxar í Korpu en veiði hófst í ánni 23. júní sl. Það verður að teljast góður árangur í vertíðarbyrjun en veitt er á tvær stangir. Veiði hófst í Svalbarðsá sl. föstudag. Vanir menn, sem verið hafa í opnun árinnar í meira en áratug, voru við veiðar. Þegar þeir hættu á hádegi í dag höfðu fengist 11 laxar og var það allt stórlax. Aðstæður voru með erfiðara móti en mikið vatn er í ánni. Að sögn Jóns Þórs hefur veiðin í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu verið fremur róleg en áberandi batamerki hafa þó verið á veiðinni sl. tvo daga. Stærsti straumur er á morgun og menn vona að það muni skila sér í góðum laxagöngum í árnar. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa
Stangveiði Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði