1.715 laxar komnir úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2011 19:05 Mynd af www.svfr.is Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni G. Baldvinssyni þá hefur verið mikil ganga upp dalinn í rigningunni undanfarið. Í fyrrinótt fóru til að mynda 200 laxar upp um nóttina, og 450 laxar þrjár næturnar á undan. Fór áin í 17 rúmmetra í vatnsviðrinu um hlelgina sem ætti að tryggja henni fínt vatn inn í ágústmánuð. Ef öll svæði eru talin með er áin í 1.715 löxum á hádegi í dag. Enn eru góðar göngur af nýjum laxi í Norðurá sem er nokkuð óvenjulegt um Verslunarmannahelgi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði
Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni G. Baldvinssyni þá hefur verið mikil ganga upp dalinn í rigningunni undanfarið. Í fyrrinótt fóru til að mynda 200 laxar upp um nóttina, og 450 laxar þrjár næturnar á undan. Fór áin í 17 rúmmetra í vatnsviðrinu um hlelgina sem ætti að tryggja henni fínt vatn inn í ágústmánuð. Ef öll svæði eru talin með er áin í 1.715 löxum á hádegi í dag. Enn eru góðar göngur af nýjum laxi í Norðurá sem er nokkuð óvenjulegt um Verslunarmannahelgi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði