Handbolti

Kiel enn í öðru sæti - Sverre vann ævintýralegan sigur á Þóri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron skoraði þrjú mörk í kvöld.
Aron skoraði þrjú mörk í kvöld.

Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, minnkaði forskot Hamburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik niður í þrjú stig í kvöld er það lagði Balingen á útivelli, 22-28.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel en Filip Jicha var markahæstur allra á vellinum með átta mörk.

Grosswallstadt vann ævintýralegan sigur á TuS N-Lübbecke. Grosswallstadt var tveimur mörkum undir, 24-26, er skammt var eftir. Liðið kom þá til baka og skoraði sigurmarkið er ein sekúnda var eftir af leiknum. Lokatölur 27-26.

Þórir Ólafsson skoraði eitt mark úr víti fyrir TuS N-Lübbecke í leiknum en Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×