Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská 17. ágúst 2011 10:00 Mynd af www.svfr.is Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. Morguninn 15. ágúst hrundi stórt stykki úr berginu á milli Bjarghorns og Skúlaskeiðs. Mikil rigning var nóttina áður og hefur það eflaust átt sinn þátt í hruninu. Veiðimenn á svæðinu urðu vitni að þessu en tveir þeirra gengu þarna undir ca. 10 mínútum áður en hrundi. Við biðjum menn að gætu ítrustu varúðar ef þeir fara þarna um , en víða má sjá sprungur í berginu og lausa steina sem þurfa ekki mikla hvatningu til að fara af stað. Sérstaklega er þetta varasamt í rigningu. Af Fnjóská er það að frétta að veiðin er væntanlega komin yfir 400 laxa. Stangir sem við höfðum tal af í morgun voru komnar með 11 laxa, alla af veiðisvæðum 2 og 3. Þrír þeirra voru nýgengnir laxar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. Morguninn 15. ágúst hrundi stórt stykki úr berginu á milli Bjarghorns og Skúlaskeiðs. Mikil rigning var nóttina áður og hefur það eflaust átt sinn þátt í hruninu. Veiðimenn á svæðinu urðu vitni að þessu en tveir þeirra gengu þarna undir ca. 10 mínútum áður en hrundi. Við biðjum menn að gætu ítrustu varúðar ef þeir fara þarna um , en víða má sjá sprungur í berginu og lausa steina sem þurfa ekki mikla hvatningu til að fara af stað. Sérstaklega er þetta varasamt í rigningu. Af Fnjóská er það að frétta að veiðin er væntanlega komin yfir 400 laxa. Stangir sem við höfðum tal af í morgun voru komnar með 11 laxa, alla af veiðisvæðum 2 og 3. Þrír þeirra voru nýgengnir laxar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði