Sport

Þórir segir að Norðmenn geti lært af Íslendingum

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Liðið varð Evrópumeistari í desember undir hans stjórn.
Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Liðið varð Evrópumeistari í desember undir hans stjórn. AFP

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er í erfiðri stöðu í dag þegar Ísland og Noregur mætast í lokaumferð B-riðilsins á HM í handbolta í Svíþjóð. Þórir er þjálfari norska kvennalandsliðsins og undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari.Í viðtali við TV2 í Noregi segir Þórir að það væri best fyrir hann að leikurinn myndi enda með jafntefli en hann telur að norska karlaliðið geti lært af Íslendingum.

Þórir segir að of mikil áhersla sé á einstaklinga í norska handboltanum. „Á Íslandi er það þannig að enginn leikmaður er betri en liðið," segir Þórir og viðurkennir að hjartað muni slá hratt á meðan leikurinn fer fram. „Ég get alveg unað því að norska liðið nái góðum úrslitum og ég get líka unað því að Ísland nái góðum úrslitum, það besta í stöðunni væri jafntefli," segir Þórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×