Handbolti

Sverre og félagar náðu jafntefli gegn toppliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre er hér búinn að missa af króatíska línumanninum Igor Vori í dag.
Sverre er hér búinn að missa af króatíska línumanninum Igor Vori í dag.
Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt halda áfram að gera það gott á útivelli gegn bestu handboltaliðum Þýskalands.

Það er ekki langt síðan að Grosswallstadt lagði Kiel af velli í Kiel en það var fyrsta tap Kiel á heimavelli í háa herrans tíð.

Sverre og félagar sóttu topplið Hamburg heim í dag og velgdu þeim heldur betur undir uggum. Grosswallstadt var skrefi á undan nær allan leikinn en meistaraefnin í Hamburg komust yfir, 22-21, þegar tvær mínútur voru eftir.

Sverre og félagar gáfust ekki upp. Jöfnuðu og fengu boltann þegar 20 sekúndur voru eftir. Lokasóknin var algjörlega glórulaus hjá þeim.

Þeir fóru sér allt of hægt og náðu ekki einu sinni skoti áður en leiktíminn rann út. Frábært stig engu að síður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×