Ein öflugasta flugan í göngulax Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2011 12:44 Collie dog Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar. Eins og sést á myndinni svipar Sunray Shadow mikið til Collie Dog, en það er einmitt Sunray sem menn eru farnir að nota mikið í stað gömlu góðu flugunar. Hún er einföld í hnýtingu og afskaplega veiðin. Mest er hún notuð á flotlínu og þá gjarnan "strippað" inn nokkuð hratt, en það fer þó eftir hraða vatnsins hversu hratt hún er dregin inn. Þeim meiri hraði sem er á ánni, því minna þarftu að draga inn, það er meginreglan. Við hvetjum ykkur sem hafið aldrei hnýtt hana undir að prófa hana og láta það koma ykkur skemmtilega á óvart hvað laxinn getur nelgt hana af mikilli heift. Góða veiði Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði
Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar. Eins og sést á myndinni svipar Sunray Shadow mikið til Collie Dog, en það er einmitt Sunray sem menn eru farnir að nota mikið í stað gömlu góðu flugunar. Hún er einföld í hnýtingu og afskaplega veiðin. Mest er hún notuð á flotlínu og þá gjarnan "strippað" inn nokkuð hratt, en það fer þó eftir hraða vatnsins hversu hratt hún er dregin inn. Þeim meiri hraði sem er á ánni, því minna þarftu að draga inn, það er meginreglan. Við hvetjum ykkur sem hafið aldrei hnýtt hana undir að prófa hana og láta það koma ykkur skemmtilega á óvart hvað laxinn getur nelgt hana af mikilli heift. Góða veiði
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði