Stjörnuhrellir Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 11. júlí 2011 06:00 Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa. Íslendingur, sem góðærið náði ekki að svipta sakleysinu, lætur ekki segja sér tvisvar að súperstjarna sé í bænum og mér finnst þetta því ósköp eðlilegt. Ég get þá allavega svarið af mér að kunna ekki gott að meta eftir of mörg partí með innfluttum poppstjörnum í Þingholtunum. Raunar held ég að kynstofn íslenskra, veraldarvanra heimsborgara hafi sem betur fer aldrei náð bólfestu þar sem útungunarstigið var truflað svo skyndilega á viðkvæmum tímapunkti. Við glötuðum ekki frumeiginleikum okkar; það merkilegasta í heimi er ennþá að frægir heimsæki Ísland og að þeir tali vel um okkur þegar þeir snúa heim. Og mér finnst bara mjög merkilegt að þekkja konu sem á frænda sem á mágkonu sem vinnur hjá viðburðarfyrirtæki og sú mágkona var beðin um að gera tilboð í jöklatúr með kappanum. Vinkonu minni, einlægum Bon Jovi aðdáanda alla tíð, var ekki skemmt yfir samlöndum sínum. Hún virkilega elskar Bon Jovi og meðan Bon Jovi dró það hallærislegasta fram í mér og öðrum hafði hún sig hæga og dvaldi innandyra meðan á dvöl hans stóð. Hún sagðist gera það af virðingu við goðið – að bíða inni meðan hann hvíldist hérlendis – því það væri ALVÖRU ÁST sagði hún og otaði fingrinum að mér. Henni þykir ekki mikið til okkar hinna koma sem geta ekki látið stjörnunar í friði. „Þetta fólk Júlía, sem finnst allt í einu sjúkt mikilvægt að flagga því að hafa séð hann í pylsusjoppum og knúsað á Laugavegi, það veit ekki hvað ást er. Hvar var þetta fólk þegar ég var 10 ára að syngja Living on a Prayer í burstann í speglinum heima? Hvar var þetta lið þegar ég var púuð niður á karókíbar klukkan 4 um nótt að syngja Bed of Roses um daginn? Þá var enginn Bon Jovi á Íslandi og öllum var sama um hann, annað en mér." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa. Íslendingur, sem góðærið náði ekki að svipta sakleysinu, lætur ekki segja sér tvisvar að súperstjarna sé í bænum og mér finnst þetta því ósköp eðlilegt. Ég get þá allavega svarið af mér að kunna ekki gott að meta eftir of mörg partí með innfluttum poppstjörnum í Þingholtunum. Raunar held ég að kynstofn íslenskra, veraldarvanra heimsborgara hafi sem betur fer aldrei náð bólfestu þar sem útungunarstigið var truflað svo skyndilega á viðkvæmum tímapunkti. Við glötuðum ekki frumeiginleikum okkar; það merkilegasta í heimi er ennþá að frægir heimsæki Ísland og að þeir tali vel um okkur þegar þeir snúa heim. Og mér finnst bara mjög merkilegt að þekkja konu sem á frænda sem á mágkonu sem vinnur hjá viðburðarfyrirtæki og sú mágkona var beðin um að gera tilboð í jöklatúr með kappanum. Vinkonu minni, einlægum Bon Jovi aðdáanda alla tíð, var ekki skemmt yfir samlöndum sínum. Hún virkilega elskar Bon Jovi og meðan Bon Jovi dró það hallærislegasta fram í mér og öðrum hafði hún sig hæga og dvaldi innandyra meðan á dvöl hans stóð. Hún sagðist gera það af virðingu við goðið – að bíða inni meðan hann hvíldist hérlendis – því það væri ALVÖRU ÁST sagði hún og otaði fingrinum að mér. Henni þykir ekki mikið til okkar hinna koma sem geta ekki látið stjörnunar í friði. „Þetta fólk Júlía, sem finnst allt í einu sjúkt mikilvægt að flagga því að hafa séð hann í pylsusjoppum og knúsað á Laugavegi, það veit ekki hvað ást er. Hvar var þetta fólk þegar ég var 10 ára að syngja Living on a Prayer í burstann í speglinum heima? Hvar var þetta lið þegar ég var púuð niður á karókíbar klukkan 4 um nótt að syngja Bed of Roses um daginn? Þá var enginn Bon Jovi á Íslandi og öllum var sama um hann, annað en mér."
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun