Handbolti

Þórir: Það er kominn fiðringur í mig fyrir HM

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson. Mynd/Stefán

„Það er kominn fiðringur í mig fyrir HM og ég er ekki í neinu meiðslaveseni núna eins og fyrir undanfarin stórmót sem ég hef misst af. Ég spilaði síðast árið 2006 í Sviss og ég vonast til þess að HM í Svíþjóð verði mótið þar sem ég fæ loksins að spila eftir langa bið," sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 27-23 sigur Íslands gegn Þjóðverjum í Laugardalshöll í kvöld.

Þórir missti af Evrópumeistaramótinu í Austurríki vegna meiðsla rétt áður en mótið hófst.

„Við þurfum að vera með breiðan hóp í svona móti og það verða margir sem þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að hlutirnir gangi upp. Við vorum fínir í þessum leik og margt jákvætt í gangi. Björgvin var flottur í markinu og við sýndum Þjóðverjum að við erum með ágætis tak á þeim," sagði Þórir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×