Loksins líf í Straumunum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2011 09:53 Úr Straumunum Mynd: SVFR Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði
Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði