Innlent

Friðarsinnar fleyta kertum á Tjörninni

Frá kretafleytingu friðarsinna árið 2003.
Frá kretafleytingu friðarsinna árið 2003.
Friðarsinnar munu koma saman við Tjörnina í Reykjavík á morgun og fleyta kertum í minningu fórnalamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí, þann 6. og 9. ágúst 1945.

Ætlun friðasinnanna er að leggja áherslu á kröfu sína um friðsaman heim án kjarnorkuvopna, en þetta er í tuttugusta og sjöunda skiptið sem kertum er fleytt á Tjörninni fyrir þennan málstað. Um er að ræða hefð sem er upprunin í Japan, en kertafleytingar af þessu tagi fara fram víðsvegar um heiminn í ágúst ár hvert.

Safnast verður saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar við Skothúsveg klukkan 22:30 annað kvöld þar sem stutt dagskrá verður á undan kertafleytingunni. B
orgarstjórinn í Reykjavík Jón Gnarr mun flytja ávarp og friðarkveðjur frá borgarstjórunum í Hírósíma og Nagasakí.

Að minnsta kosti 120 þúsund manns fórust í árásunum auk þess sem um tvöfalt fleiri hafa að öllum líkindum dáið vegna geislavirkninnar sem sprengingin olli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×