Ljósaskiptin gefa best í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2011 20:34 Bræðurnir Óskar og Geiri í ljósaskiptunum við Kleifarvatn í síðustu viku Mynd: Jón Skelfir Ljósaskiptin eru oft mjög skemmtilegur tími í veiði, en þá er eins og eitthvað spennuþrungið andrúmsloft taki völdin því mjög algent er að þá komi urriðinn að landi í ætisleit. Það má nefna vötn eins og Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Baulárvalla- og Hraunsfjarðarvatn, vötnin í Svínadal og Kleifarvatn sem henta sérstaklega til veiða í ljósaskiptunum. Þá er gott að veiða alveg inn í myrkur og er þá ekki verra að hafa vasa- eða höfuðljós meðferðis ef að það þarf að skipta um flugur eða bara til að ganga frá græjunum. Jón Skelfir fór ásamt félögum sínum, bræðrunum Óskari og Geira, eina kvöldstund í Kleifarvatn. Það var ekki fyrr en í ljósaskiptunum sem að hlutirnir fóru að gerast. Þeir veiddu á flugu og voru helst að fá hann á Peacock, Montana (rauða) og Pheasant tail - allar með kúluhaus. Þeir voru sunnanmegin í vatninu. Við fengum senda myndina hér fyrir neðan af þeim bræðrum Óskari og Geira. Einnig fylgi með skjámynd af kortavefnum á www.ja.is af Kleifarvatni og þar var gaman að sjá hyldýpið sem umlykur tangann sem gengur út frá Lambhaganum norðanmegin. Birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Veiði Dregið um leyfi í Elliðaánum á fimmtudaginn Veiði Aldrei meira af laxi sleppt aftur í árnar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Fín veiði í Ytri Rangá Veiði
Ljósaskiptin eru oft mjög skemmtilegur tími í veiði, en þá er eins og eitthvað spennuþrungið andrúmsloft taki völdin því mjög algent er að þá komi urriðinn að landi í ætisleit. Það má nefna vötn eins og Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Baulárvalla- og Hraunsfjarðarvatn, vötnin í Svínadal og Kleifarvatn sem henta sérstaklega til veiða í ljósaskiptunum. Þá er gott að veiða alveg inn í myrkur og er þá ekki verra að hafa vasa- eða höfuðljós meðferðis ef að það þarf að skipta um flugur eða bara til að ganga frá græjunum. Jón Skelfir fór ásamt félögum sínum, bræðrunum Óskari og Geira, eina kvöldstund í Kleifarvatn. Það var ekki fyrr en í ljósaskiptunum sem að hlutirnir fóru að gerast. Þeir veiddu á flugu og voru helst að fá hann á Peacock, Montana (rauða) og Pheasant tail - allar með kúluhaus. Þeir voru sunnanmegin í vatninu. Við fengum senda myndina hér fyrir neðan af þeim bræðrum Óskari og Geira. Einnig fylgi með skjámynd af kortavefnum á www.ja.is af Kleifarvatni og þar var gaman að sjá hyldýpið sem umlykur tangann sem gengur út frá Lambhaganum norðanmegin. Birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Veiði Dregið um leyfi í Elliðaánum á fimmtudaginn Veiði Aldrei meira af laxi sleppt aftur í árnar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Fín veiði í Ytri Rangá Veiði