Innlent

Þingsetning í beinni á Vísi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi verður sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálfellefu í dag. Eftir það ganga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, handhafar forsetavalds og þingmenn í Alþingishúsið þar sem forsetinn setur þingið.

Eins og venja er mun fjárlagafrumvarpinu jafnframt verða dreift. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hélt blaðamannafund klukkan níu í morgun þar sem helstu atriði frumvarpsins verða kynnt.

Starfsmenn voru í óða önn að undirbúa þingsetninguna í morgun og komu fyrir grindum fyrir framan húsið þannig að mótmælendur, sem hafa komið sér saman á Austurvelli, héldu sig í hæfilegri fjarlægð.

Þingsetning verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt“ til að horfa á. Útsendingin hefst klukkan korter yfir tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×