Lífið

Nýtt útlit hjá The Charlies

Stúlknasveitin The Charlies söng nokkur vel valin lög fyrir áhorfendur á skemmtistaðnum Esju.
Fréttablaðið/Daníel
Stúlknasveitin The Charlies söng nokkur vel valin lög fyrir áhorfendur á skemmtistaðnum Esju. Fréttablaðið/Daníel
Stúlknasveitin The Charlies hefur nýtt jólafríið sitt hér á Íslandi vel og hélt meðal annars tónleika á skemmtistaðnum Esju kvöldið fyrir gamlárskvöld. Stúlkurnar buðu vinum og vandamönnum á tónleikana og voru þeir vel sóttir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Að sögn Ölmu Guðmundsdóttur, söngkonu í The Charlies, gengu tónleikarnir vel og var stemningin sömuleiðis mjög góð. „Þetta var eiginlega prufukeyrsla á því sem við ætlum að gera í framtíðinni og þetta gekk vonum framar," segir hún.

Þegar hún er spurð út í búningana sem stúlkurnar klæddust segir hún þá hannaða af Elísabetu Ingu Kristófersdóttur. „Hún er að læra fatahönnun úti í Seattle og við ákváðum að prófa að vinna með henni að þessari sýningu og við munum örugglega halda því áfram, enda er hún alveg ótrúlega fær."

Stúlkurnar halda aftur utan til Bandaríkjanna á mánudaginn þar sem þær munu halda áfram að vinna að sinni fyrstu breiðskífu.

sara@frettabladid.is

Óskar Páll Sveinsson, fyrrverandi kærasti Ölmu, og Einar Bárðarson, fyrrverandi umboðsmaður stúlknanna, voru góðir saman á tónleikunum.
Þær Kristín, Sandra, Nanna og Jóhanna skemmtu sér vel á tónleikum The Charlies.


Jóhanna, Erla, Dagbjört og Kristín Edda voru á meðal tónleikagesta.
Kristján, Brynja Pétursdóttir danskennari og Katrín létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í veisluna.
Þær Heiða, Eva og Yesmine Olsen, kokkur og dansari, litu inn á Esjuna til að hlýða á söng The Charlies.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×