Handbolti

Aron: Sýndum að við erum ennþá meðal toppþjóða í heiminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Mynd/Anton
Aron Pálmarsson fékk stórt hlutverk í kvöld í sigrinum á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni og það bæði í vörn og sókn, Aron átti fínan leik og skoraði fimm mörk.

„Ég er rosalega ánægður með þennan leik því við sýndum það í kvöld að við erum ennþá meðal toppþjóða í heiminum. Við erum búnir að vera slakir í síðustu leikjum en mættum bara stemmdir í þennan leik og sýndum úr hverju við erum gerðir," sagði Aron.

„Ég reyni að nýta það traust sem ég fæ frá Gummma. Það er allt frábært svo lengi sem við vinnum leikinn en það er ekkert að eyðileggja fyrir að maður nái að koma sterkur inn," sagði Aron sem var að spila bæði sem skytta og leikstjórnandi en hann var í byrjunarliði íslenska liðsins í gær.

„Það er alltaf hlutverk mitt með landsliðinu að geta leyst báðar stöður og það er klárt frá Gumma að ég eigi að spila báðar stöður. Ég get þess vegna spilað hægra megin eða í horninu ef ég fæ að spila og okkur gengur vel því þá er ég sáttur," sagði Aron.

„Við sýndum flottan leik í dag og vonandi náum við að halda því áfram á morgun. Ef við gerum það þá erum við langt komnir með það að vera búnir að fínpússa þetta fyrir HM," sagði Aron að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×