Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum 1. nóvember 2011 00:01 „Stefnan er að baka eina til tvær sortir af smákökum, búa til piparkökuhús með fólkinu mínu og skreyta heimilið með seríum," segir Unnur Birna. „Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega," svarar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir aðspurð um eftirminnileg jól. „En að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel"," segir hún brosandi og heldur áfram: „Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan." „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur," svaraði Unnur Birna þegar hún var spurð hvað kemur henni í hátíðarskap. Hvernig undirbýrð þú jólin? „Ég er svona að móta mínar eigin jólahefðir og stefnan er að baka eina til tvær sortir af smákökum, búa til piparkökuhús með fólkinu mínu og skreyta heimilið með seríum, kertum og greni, ásamt því að setja upp lifandi jólatré." Unnur Birna og Tindur. Hefðbundið aðfangadagskvöld „Aðfangadagskvöldið í ár verður hefðbundið. Svínasteik með puru og með því hjá mömmu þar sem síðan verða opnaðar jólagjafir. Það verður sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með Helgu Sóley litlu systur, (2 ára), taka þátt í þeim gjörning. Síðbúin kvöldganga, ef veður leyfir, er svo ómissandi." Hvað kemur þér í jólagírinn? „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur. Ég ætla einmitt á Frostrósir í ár, eins og hálf þjóðin, um leið og ég er búin í lokaprófum í háskólanum," segir Unnur Birna. „En það að heyra kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadagskvöld kemur mér í mesta hátíðarskapið."-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Unaðssætar uppskriftir frá Ingu Elsu Jólin Tengi Dalalíf við jólin Jól Skotheld fegrunarráð fyrir jólin Jólin Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Þessar raddir urðu vinir mínir Jólin Jólin magnað ritúal Jól Reidd á hesti til nýrra heimkynna Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól
„Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega," svarar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir aðspurð um eftirminnileg jól. „En að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel"," segir hún brosandi og heldur áfram: „Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan." „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur," svaraði Unnur Birna þegar hún var spurð hvað kemur henni í hátíðarskap. Hvernig undirbýrð þú jólin? „Ég er svona að móta mínar eigin jólahefðir og stefnan er að baka eina til tvær sortir af smákökum, búa til piparkökuhús með fólkinu mínu og skreyta heimilið með seríum, kertum og greni, ásamt því að setja upp lifandi jólatré." Unnur Birna og Tindur. Hefðbundið aðfangadagskvöld „Aðfangadagskvöldið í ár verður hefðbundið. Svínasteik með puru og með því hjá mömmu þar sem síðan verða opnaðar jólagjafir. Það verður sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með Helgu Sóley litlu systur, (2 ára), taka þátt í þeim gjörning. Síðbúin kvöldganga, ef veður leyfir, er svo ómissandi." Hvað kemur þér í jólagírinn? „Falleg jólatónlist og góður félagsskapur. Ég ætla einmitt á Frostrósir í ár, eins og hálf þjóðin, um leið og ég er búin í lokaprófum í háskólanum," segir Unnur Birna. „En það að heyra kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadagskvöld kemur mér í mesta hátíðarskapið."-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Unaðssætar uppskriftir frá Ingu Elsu Jólin Tengi Dalalíf við jólin Jól Skotheld fegrunarráð fyrir jólin Jólin Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Þessar raddir urðu vinir mínir Jólin Jólin magnað ritúal Jól Reidd á hesti til nýrra heimkynna Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól