Handbolti

Leikur Dana og Króata sýndur beint á Stöð 2 Sport 3

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Dana og Króatíu á EM í Austurríki í fyrra.
Úr leik Dana og Króatíu á EM í Austurríki í fyrra. Mynd/AFP

Úrslitaleikur Dana og Króata um sigurinn í C-riðli á Hm í handbolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í dag en leikurinn hefst klukkan 19.15 að íslenskum tíma. Danir hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína í keppninni með sjö mörkum eða meira en Króatar gerðu jafntefli við Serba í síðasta leik.

Líkt og með leik Íslands og Noregs þá má líta á leik Dana og Króata eins og fyrsta leik liðanna í milliriðli. Bæði lið eru komin áfram í millriðil og munu taka stigin úr þessum leik með sér þangað.

Króatar og Danir hafa mæst tíu sinnum á stórmótum frá og með HM í Portúgal 2003. Króatar hafa unnið tvær síðustu viðureignir og alls sex af þessum tíu leikjum en Danir hafa hinsvegar unnið alla þrjá leiki liðanna um sæti.

Þá má geta þess að leikur Frakka og Spánverja um sigurinn í A-riðli er sýndur klukkan 20.20 á Stöð2 Sport en bæði lið eru með fullt hús stiga.

Síðustu leikir Dana og Króata á stórmótum:

Milliriðill á EM 2010: Króatar unnu 27-23

8 liða úrslit á Ólympíuleikunum 2008: Króatar unnu 26-24

Úrslitaleikur á EM 2008: Danir unnu 24-20

Milliriðill á EM 2008: Danir unnu 30-20

Milliriðill á HM 2007: Króatar unnu 28-26

Leikur um 3. sætið á EM 2006: Danir unnu 32-27

Milliriðill á EM 2006: Króatar unnu 31-30

Leikur um 3. sætið á EM 2004: Danir unnu 31-27

Riðlakeppni á Em 2004: Króatar unnu 26-25

Milliriðill á HM 2003: Króatar unnu 33-27



Úrslit, staðan og næstu leikir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×