Töluverð lækkun á olíuverðinu í morgun 23. maí 2011 10:50 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á mörkuðum í morgun. Þannig lækkaði verð á Brentolíunni um rúm 3% og stendur nú í rúmum 109 dollurum fyrir tunnuna í framvirkum samningum. Verð á bandarísku léttolíunni lækkaði um tæpa 3 dollara og stendur í rúmum 97 dollurum á tunnuna. Í frétt á Reuters um málið segir að rekja megi þessa lækkun til styrkingar á gengi dollarans gagnvart evrunni. Hefur dollarinn ekki verið jafnsterkt gagnvart evrunni í tvo mánuði. Ástæðan fyrir því að dollarinn styrkist eru síðan áhyggjur fjárfesta af skuldastöðunni á evrusvæðinu. Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði lánshæfismat Grikklands um þrjú hök á föstudaginn var og sökkti lánshæfinu þar með enn dýpra niður í ruslið. Og á laugardag setti Standard & Poor´s svo lánshæfismat Ítalíu á neikvæðar horfur en horfurnar höfðu verið stöðugar. Þá hefur eldgosið í Grímsvötnum einnig valdið skjálfta á mörkuðum að sögn Reuters þótt litlar líkur séu taldar á að það hafi sömu áhrifin og eldgosið í Eyjafjallajökli í fyrra. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á mörkuðum í morgun. Þannig lækkaði verð á Brentolíunni um rúm 3% og stendur nú í rúmum 109 dollurum fyrir tunnuna í framvirkum samningum. Verð á bandarísku léttolíunni lækkaði um tæpa 3 dollara og stendur í rúmum 97 dollurum á tunnuna. Í frétt á Reuters um málið segir að rekja megi þessa lækkun til styrkingar á gengi dollarans gagnvart evrunni. Hefur dollarinn ekki verið jafnsterkt gagnvart evrunni í tvo mánuði. Ástæðan fyrir því að dollarinn styrkist eru síðan áhyggjur fjárfesta af skuldastöðunni á evrusvæðinu. Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði lánshæfismat Grikklands um þrjú hök á föstudaginn var og sökkti lánshæfinu þar með enn dýpra niður í ruslið. Og á laugardag setti Standard & Poor´s svo lánshæfismat Ítalíu á neikvæðar horfur en horfurnar höfðu verið stöðugar. Þá hefur eldgosið í Grímsvötnum einnig valdið skjálfta á mörkuðum að sögn Reuters þótt litlar líkur séu taldar á að það hafi sömu áhrifin og eldgosið í Eyjafjallajökli í fyrra.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira