Erlent

Heimilislausir deyja þrjátíu árum fyrr en aðrir

Mynd/AP
Heimilislaust fólk í Bretlandi má búast við því að lifa þrjátíu árum skemur en meðal einstaklingurinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Sheffield háskóla á lífslíkum heimilislausra sem unnin var fyrir hjálparsamtökin Crisis.

Rannsóknin leiddi í ljós að lífslíkur heimilislausra karla séu 47 ár að meðaltali en 43 ár hjá konum. Þetta eru mun verri líkur en hjá breskum almenningi þar sem meðaltals lífslíkurnar eru 77 ár.

Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að þriðjung dauðsfalla á meðal heimilislausra má rekja til ofnotkunar á áfengi og eiturlyfjum. Sjálfsmorð eru einnig níu sinnum algengari á meðal heimilislausra en annara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×