Mjög gott veiðisumar í Fnjóská Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2011 09:30 Mynd af www.angling.is Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði
Laxveiðisumarið var mjög gott í Fnjóská, en að sögn Ingvars Karls Þorsteinssonar hjá Flúðum eru skráðir laxar að minnsta kosti 650 talsins. Þetta kemur fram í Flugufréttum Flugur.is í dag. Þar kemur jafnframt fram að meðalþungi hafi verið með ágætum eða um fjögur kíló. Ekki urðu neinar sérstakar aflahrotur í Fnjóská í sumar, veiðin var jöfn og góð, sem líklegast má rekja til þess að áin var mjög vatnsmikil langt fram eftir sumri með leysingavatni. Stærsti laxinn í sumar er áætlaður um 18 pund eða 95 sm. Þess má geta að um er að ræða annað besta laxveiðisumarið í Fnjóská en í fyrra var metveiði þegar að áin skilaði rúmlega 1050 löxum. Talsvert hefur borið á smærri geldbleikju í Fnjóská nú á haustdögum, eitthvað sem ekki hefur sést í nokkuð mörg ár. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Kropp í kuldanum við Þingvallavatn Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði