Innlent

Bílvelta í Breiðholtinu - grunur leikur á háskaakstri

Eins og sést er bíllinn afar illa farinn.
Eins og sést er bíllinn afar illa farinn.
Bílvelta varð um klukkan átta í kvöld í Breiðholtinu, en íbúi sem tók meðfylgjandi mynd af slysinu, fullyrðir að um hraðakstur hafi verið að ræða.

Lögreglan staðfestir að vitni hafi lýst atvikinu sem hraðakstri en vilja ekki tjá sig efnislega um málið þar sem það er enn í rannsókn.

Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, var einn í bílnum. Hann var fluttur á spítala til aðhlynningar. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega við veltuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×