Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2011 10:08 Þórður Óskarsson og Hrafn Þórðarson með ungann og efnilegann veiðimann á milli sín, hann heitir Óskar Hrafnsson Mynd: Berglind Sigurðardóttir Hér er frétt ásamt mynd sem við fengum senda í dag frá Gunnari Valþórssyni: "Hún er tekin í Laxá á Skógarströnd við Hvammsfjörð í síðustu viku. Þrír ættliðir lentu í góðri veiði og landaði hver sínum fyrsta laxi sumarsins á sama klukkutímanum. Það sem gerir þetta sérstaklega skemmtilegt er yngsti ættliðurinn, Óskar Hrafnsson, sem er þarna ásamt föður sínum og afa, er aðeins sex ára en samt sem áður er ekki um Maríulax að ræða. Sá var veiddur á sömu slóðum í fyrra þegar veiðimaðurinn var fimm ára. Er hann búinn að einsetja sér að taka næsta lax á flugu eins og hinir eldri. Fékk hann sína fyrstu flugustöng í ferðinni og æfði stíft, setti meðal annars í einn nýgenginn. Faðirinn er Hrafn Þórðarson og afinn er Þórður Óskarsson. Það ber ekki mikið á þessari litlu laxveiðiperlu, Laxá á Skógarströnd, en hún hefur gefið af sér á annað hundrað laxa á bestu árum. En eins og aðrar ár á Skógarströnd þá ræður úrkoma miklu um hvernig veiðist. Þennan dag hafði rignt vel á undan og áin hækkað um tvö fet. Þetta voru jafnframt fyrstu laxar sumarsins og því ansi skemmtileg stund". Við þökkum kærlega fyrir myndina og fréttina og minnum á að þið getið sent okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Hér er frétt ásamt mynd sem við fengum senda í dag frá Gunnari Valþórssyni: "Hún er tekin í Laxá á Skógarströnd við Hvammsfjörð í síðustu viku. Þrír ættliðir lentu í góðri veiði og landaði hver sínum fyrsta laxi sumarsins á sama klukkutímanum. Það sem gerir þetta sérstaklega skemmtilegt er yngsti ættliðurinn, Óskar Hrafnsson, sem er þarna ásamt föður sínum og afa, er aðeins sex ára en samt sem áður er ekki um Maríulax að ræða. Sá var veiddur á sömu slóðum í fyrra þegar veiðimaðurinn var fimm ára. Er hann búinn að einsetja sér að taka næsta lax á flugu eins og hinir eldri. Fékk hann sína fyrstu flugustöng í ferðinni og æfði stíft, setti meðal annars í einn nýgenginn. Faðirinn er Hrafn Þórðarson og afinn er Þórður Óskarsson. Það ber ekki mikið á þessari litlu laxveiðiperlu, Laxá á Skógarströnd, en hún hefur gefið af sér á annað hundrað laxa á bestu árum. En eins og aðrar ár á Skógarströnd þá ræður úrkoma miklu um hvernig veiðist. Þennan dag hafði rignt vel á undan og áin hækkað um tvö fet. Þetta voru jafnframt fyrstu laxar sumarsins og því ansi skemmtileg stund". Við þökkum kærlega fyrir myndina og fréttina og minnum á að þið getið sent okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði