Innlent

Piparúða beitt á Laugavegi

Vegfarandi á Laugavegi varð fyrir því um miðnættið að piparúða var sprautað framan í hann.

Maðurinn tilkynnti málið til lögreglu og sagðist hafa verið á gangi þegar hópur manna hafi komið að honum. Einn úr hópnum hafi þá umsvifalaust sprautað úðanum í andlit hans og þeir svo látið sig hverfa.

Lögregla mætti á staðinn og leitaði að hópnum en sú leit bar engan árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×