Innlent

Rútan komin upp á þurrt land

Svona var umhorfs við Blautulón í dag þegar um helmingur rútunnar var kominn upp úr vatninu.
Svona var umhorfs við Blautulón í dag þegar um helmingur rútunnar var kominn upp úr vatninu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli
Vel gekk að ná tékknesku rútunni upp úr Blautulónum í dag og komst hún loks á þurrt land um hálf þrjúleytið að sögn varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, sem fylgdist með aðgerðunum.

Skurðgrafa var notuð við vinnuna í dag til viðbótar við loftpúða sem festir höfðu verið við rútuna í gærkvöld.

Stuðari rútunnar brotnaði við átakið þegar um það bil helmingur hennar var kominn upp úr vatninu og olli það einhverjum töfum, en annars gekk vinnan vel að sögn varðstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×