Innlent

Icelandair hugsanlega fyrir alríkisdómstól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hugsanlegt er að mál bandarískrar konu sem slasaðist í flugi Icelandair til Minneapolis árið 2006 muni fara fyrir alríkisdómstól þar í landi. Áfrýjunardómstóll samþykkti í dag að málið yrði tekið fyrir. Konan sakaði Icelandair um að bera ábyrgð á slysinu en dómstóll á neðra dómsstigi sýknaði Icelandair.

Slysið varð með þeim hætti að konan hafði sett handfarangur undir sætið sitt og stóð síðan upp. Þegar hún stóð upp rak hún höfuðið í sjónvarpsskjá fyrir ofan sætið sitt. Konan segist hafa skaðast á höfði, fengið höfuðávarka og heilaáverka. Hún segist hafa misst minni og tapað hreyfigetu. Konan segir að áhöfn vélarinnar hefði átt að laga sjónvarpsskjáinn til þannig að aðgengi fyrir farþega yrði betra.

Sem fyrr segir dæmdi dómstóll á neðra dómsstigi Icelandair í vil. Blaðið Daily News í Los Angeles segir að sá dómur hafi nú verið dreginn til baka og líkur eru á að málinu verði áfrýjað til alríkisdómstóls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×