Innlent

Rennsli eykst í Skaftá

Ekki eru merki um hlaupóróa.
Ekki eru merki um hlaupóróa. Mynd úr safni
Rennsli í Skaftá hefur aukist á ný, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Leiðni hækkar áfram en aur og grugg hefur vaxið á ný.

Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli.

Ekki eru merki um hlaupóróa en náið er fylgst með svæðinu.

Á síðasta ári hljóp úr báðum Skaftárkötlum og því ekki búist við miklu hlaupi nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×