94 sm hængur úr Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2011 16:52 Kvíslafoss í Laxá í Kjós Mynd af www.hreggnasi.is Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur. Englendingar eru nú við veiðar í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiðin hefur verið með rólegra móti og helsti vandinn er sá að laxinn virðist hika við að ganga upp á miðsvæðið og efri svæðin í Laxá. ,,Það er mikið af laxi í Kvíslafossi en hér hefur verið kalt og hvasst og laxinn virðist ekki dreifa sér upp á efri veiðisvæðin þrátt fyrir að ágætt vatn sé í Laxánni. Það hefur reyndar veiðst lax í efsta veiðistaðnum, Skugga, en annars einskorðast veiðin við neðsta svæðið í Laxánni og eins hefur verið veiði í Bugðu,“ segir Gylfi Gautur. Hann bindur vonir við að laxgengd aukist nú um helgina því straumur fer vaxandi og stórstreymi verður 3. júlí nk. Þá er spáð rigningu og hlýnandi veðri um helgina. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði
Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur. Englendingar eru nú við veiðar í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiðin hefur verið með rólegra móti og helsti vandinn er sá að laxinn virðist hika við að ganga upp á miðsvæðið og efri svæðin í Laxá. ,,Það er mikið af laxi í Kvíslafossi en hér hefur verið kalt og hvasst og laxinn virðist ekki dreifa sér upp á efri veiðisvæðin þrátt fyrir að ágætt vatn sé í Laxánni. Það hefur reyndar veiðst lax í efsta veiðistaðnum, Skugga, en annars einskorðast veiðin við neðsta svæðið í Laxánni og eins hefur verið veiði í Bugðu,“ segir Gylfi Gautur. Hann bindur vonir við að laxgengd aukist nú um helgina því straumur fer vaxandi og stórstreymi verður 3. júlí nk. Þá er spáð rigningu og hlýnandi veðri um helgina. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa
Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði